Megane Sport Tourer

Megane Sport Tourer

Bose® Edition

Renault MEGANE Estate Bose Edition

Stígðu inn í heim þæginda og nýjunga í nýja Renault MEGANE Estate Bose Edition-bílnum.

Kannaðu málið

17" demantslagaðar álfelgur, gott skyggni með LED Pure Vision-ljósum, krómuð handföng á hurðum og krómað púströr ... Nýr Renault MEGANE Estate Bose Edition heillar þig upp úr skónum strax við fyrstu sýn. Dáðstu að hönnuninni. 

Veldu fágun

Í innanrými bílsins notum við einungis vandaðasta efnivið sem völ er á. Leðurklætt stýri, gírstöng úr burstuðu áli og sérvalið áklæði: Nýr Renault MEGANE Estate Bose Edition kemur þér strax í réttu stemninguna. Rafknúna farþegasætið er einstaklega þægilegt og með nuddstillingu, auk þess sem það lagar sig að lærunum á þeim sem situr undir stýri.

Lifðu lífinu með Bose®

Bose®-hljóðkerfið er sérhannað fyrir nýja Renault MEGANE Estate Bose Edition-bílinn og er ávísun á framúrskarandi hljóðgæði. Hátalararnir níu dreifast á úthugsaðan hátt um farþegarýmið og bassaboxið, sem staðsett er í farþegarýminu, tryggir tæran og náttúrulegan hljóm.