Talisman Grandtour Búnaðarlýsing

Akstursaðstoð og öryggi


R-LINK 2

R-LINK 2, hægt að sérstilla niður í smæstu atriði

Auðvelt er að stjórna öllum búnaði í Renault TALISMAN-skutbílnum með stórum 8,7 tommu (22 cm) skjá R-LINK 2*. Hægt er að vista aðgangsupplýsingar fyrir allt að 6 manns svo allir geta fundið sínar margmiðlunarupplýsingar um akstursleiðsögn, loftkælingu, sætisstillingar, MULTI-SENSE ... Þú getur stillt allt beint af snertiskjánum eða stjórnstöðinni til að búa til þitt eigið umhverfi.

Einfaldaðu leiðina


Njóttu margs konar búnaðar sem búið er að flokka eftir notkunarsviði. R-LINK 2 gerir þér kleift að ræsa TomTom-leiðsögn, nálgast margmiðlunarefnið þitt, hringja handfrjálst með Bluetooth og láta kerfið lesa textaskilaboðin þín upphátt. Á notkunarsviðinu „Bíll“ geturðu líka sett upp akstursaðstoð og breytt stillingum þínum. Í R-LINK versluninni geturðu bætt við margmiðlunarkerfið þitt fjöldanum öllum af forritum sem eru í boði fyrir bílaiðnaðinn.

Njóttu heims margmiðlunarinnar

Ekki þarf að uppfæra símaskrána. Með Bluetooth samstillist R-LINK 2 sjálfkrafa við snjallsímann þinn um leið og þú sest inn í bílinn.Það eru USB-tengi frammi og aftur í, rauf fyrir SD-kort, tengi fyrir aukahluti ... allt sem þú þarft til að endurhlaða fartækin þín og deila margmiðlunarefninu þínu. Svo hámarksöryggis sé gætt geturðu stjórnað margmiðlunarkerfinu þínu með raddstýringu. Þú getur líka fengið aðgang að textaskilaboðum og tölvupósti án þess að taka augun af veginum, þökk sé upplestri á textaskilaboðum og öðrum texta. Í Renault TALISMAN-skutbílnum finnurðu áður óþekkt þægindi og öryggi.

R-LINK verslun

Bættu akstursupplifunina með R-LINK versluninni og forritunum þar, sem eru sérhönnuð til að auðvelda þér leiðina – þú getur tengst beint úr Renault TALISMAN-skutbílnum eða með því að skrá þig inn á svæðið „Mitt Renault“*. Eins árs tenging með gjaldfrjálsum aðgangi að TomTom Traffic og tengdri þjónustu og uppfærslu evrópskra korta ... Njóttu einnig 3 mánaða aðgangs að Coyote Series* endurgjaldslaust og fáðu rauntímaupplýsingar um hættusvæði á leiðinni.* Fer eftir löndum.


Sparneytni vélar


Öryggistækni