Véla og gírskiptingatækni

Alvöru tækniþróun

PRENTASENDA
Vélar: Á teikniborðinu út frá Formúlu 1 tækninni
Afl Tce 130
Vél skilar 130 hö á 5.55 snúningum með 205 Nm tog á 2.000 snúningum. Þessi nýja 1.2L turbo bensínvél með beinni eldsneytisinnspýtingu gefur frábært afl. Vélin skilar afli á við eldri 2.0L vélar og skilar 90% af togi að 1.500 snúningum.
Afl Tce 115
Fyrsta bensín túrbó vélinn frá Renault með beinni innspítingu - 1.2 lítra TCe115 - gefur frábært viðbragð. Þökk sé 190 Nm togi sem er á við 2.0L vélar og kemur strax inn við 1.750 snúninga. Snerpa TCe115 vélanna er á við 1.6L
Afl dci 160 Twin Turbo vél
Þessi 1.598 cc Twin Turbo dísilvélin skilar 160 hö og 380 Nm togi sem er afl sem hefðbundnar 2.0L vélar hafa hingað til verið að skila. Þessi ´Twin Turbo´ tækni í þessari dísilvél blandar saman togi á hægum og háum snúningi sem skilar svokölluðu ´obvious knock effect´. Þessi framúrskarandi tækni skilar bæði miklu afli og 25% meiri sparneytni.
Afl dci 130
Afl dci 130 er ein aflmesta 1.6 lítra dísil vél sem fæst á markaðnum og hefur verið í þróun hjá tækniliði F1. Þessar vélar hafa verið í Scenic og Grand Scenic sem skilar einstöku afli og mjög lágu Co2 gildi. Þessi vél var þróuð um leið og Renault og Nissan hófu samstarf og er á pari við eldri 1.9 lítra dci 130 hö/320 Nm vélarnar.
Afl dci 110
Þessi vél er ein vinsælasta vélinn sem Renault framleiðir og er í 1/3 af öllum bílumm frá Renault. Turbo tæknin í þessari vél er einstök þar sem viðnám er mun minna en gengur og gerist. Innspýting er þráðnáknæm sem skilar frábærri spartneytni og lágu Co2 gildi. Ein áreiðanlegasta vél sem Renault hefur nokkurntíma framleitt.
Afl Sce 70
Framleidd fyrir innanbæjarakstur, þessi 70 hö bensínvél skilar snörpu viðbragði. Léttari bílar eru þekktir fyrir þægindi og snepru. Start&Stop búnaðurinn sem fæst með þessari vél gera hana einstaklega sparneytna og skilar mjög lágu co2 gildi.
Efficient Dual Clutch (EDC)
Renault hefur þróað sex gíra, tví-kúplinga (dual-clutch) gírskiptingu sem þekkist undir nafninu Efficient Dual Clutch eða EDC. Þessi tækni hjálpar vélartækninni til að ná ennfremur 17% meiri sparneytni og allt að 30gr/km minna Co2 gildi. EDC stendur fyrir tveimur helmingum í gírskiptingu sem liggja hlið við hlið og vinna saman sem heild. Afl vélarinnar flyst til sitthvors helmings hverju sinni. Fyrri helmingur sér um 1,2 og 3 gír á meðan að hinn hlutinn sér um 2,4 og 6 gír ásamt bakkgír. Á hárnákvæmu augnabliki verður gírskipting á milli þessara hluta í gengum kúplingu og um leiða og annar helmingurinn fær átak opanst strax fyrir seinnihlutann. Þetta gerir gírskiptinguna stiglausa og einstaklega mjúka.