Renault skilmálar

Áhætta og skaðabótaábyrgð

Notendur síðunnar nota hana á eigin ábyrgð. Renault ábyrgist ekki að vefsvæðið sé laust við galla, villur, vírusa eða annað sem getur haft áhrif á tölvunna þína og mögulega valdið skemmdum. Renault ábyrgist ekki að þær upplýsingar sem birtast á síðunni séu réttar á þeim degi sem þú skoðar þær. Renault ber ekki ábyrgð á neins konar tapi sem þú gætir orðið fyrir vegna notkunnar síðunnar.

Vörur og verð

Renault er stöðugt að breyta og bæta vörur sínar. Í samræmi við það eru allar upplýsingar á þessari síðu beytingum háðar. Textaupplýsingar, búnaður gerða og verð á öllum vörum (bílum) geta af sömu sökum verið rangar á þeim tíma sem þú skoðar síðuna. Vinsamlegast hafið samband við viðurkenndan Renault söluaðila um nánari upplýsingar. Rétt er að benda á að vegna mismunandi nákvæmni tölva og tölvuskjáa í birtingu lita geta litir bíla sem birtast á síðunni verðið frábrugðnir raunverulegum litum bílanna. Verð á vörum (bílum) eru með virðisaukaskatti nema annað sé sérstaklega tekið fram. Einnig eru innifalin í verði varanna (bílanna) opinber gjöld sem lúta að innflutningi og skráingu.

Höfundaréttur

Allt efni á þessu vefsvæði, s.s. texti, myndefni, fyrirtækjamerki, hnappatákn, myndir, hljóðskrár og hugbúnaður, er í eigu Renault eða efnisveitna á þess vegum og það er varið af íslenskum og alþjóðlegum höfundaréttarlögum. Auk þess er samansafn alls efnisins á þessu vefsvæði (þá er átt við uppsöfnun, útfærslu og samsetningu þess) í einkaeigu Renault eða efnisveitna á þess vegum og það er varið af Íslenskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum.

Án þess að vikið sé frá framangreindu, heimilar Renault þér að skoða, afrita, hlaða niður á staðbundið drif, prenta og dreifa efninu á þessu vefsvæði að því tilskildu að: umrætt efni sé aðeins notað í upplýsingaskyni og að umrætt efni sé ekki notað í viðskiptaskyni. Þér er sérstaklega óheimilt að nota hvers kyns efni af þessu vefsvæði í hvers kyns öðrum verkum, útgefnu efni eða vefsvæði sem er í þinni eigu eða í eigu annars aðila. Hvers kyns endurmiðlun á efni af þessu vefsvæði eða hluta þess verður að fylgja þessari yfirlýsingu í heild sinni.

Persónuvernd

Renault á Íslandi virðir lög og reglur um persónuvernd.

Allar upplýsingar sem notandi slær inn eða sendir til Renault á íslandi eru trúnaðarupplýsingar.
Hvernig eru upplýsingar notaðar sem þú sendir í gengum þessa vefsíðu? Allar reglur um persónuvernd og lög eru í fyrirrúmi og virtar. Renault svarar einungis þeim fyrirspurnum sem notandi óskar eftir. Þær óskir eru líka vistaðar til að geta þjónustað viðskiptavini betur. Öðru hverju munum við nýta upplýsingar til að senda á viðskiptavini áríðandi upplýsingar.

Eru upplýsingar af vefsíðu Renault seldar áfram til þriðja aðlia? NEI. Renault mun ekki selja eða senda upplýsingar til þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Upplýsingar sem koma frá notanda eru einungis notaðar til að bæta þjónustu til hans.

Brot á reglum

Muni notandi brjóta reglur um notkun á heimasíðu,  áskilur Renault á íslandi sér sinn rétt til að snúa sér til lögfræðinga um aðgerðir og þá sækja rétt sinn ef við á. Opnist fyrir ágreining milli notanda og Renault á Íslandi skal fara með málið fyrir héraðsdóm og taka þá til greina þá skilmála sem á undan eru ritaðir.     
Kynntu þér ábyrgðar- og þjónustubók okkar nánar