NÝJUNGAR AÐ INNAN OG UTAN
Nýja CMF-EV byggingarlagið rúmar netta 60 kWh rafhlöðu og fyrirferðarlítinn 160 kW rafmótor. Fínstillt þyngdardreifing, lengra hjólhaf, flatt gólf og lægri þyngdarmiðja gera bílinn viðbragðsfljótari og skila meira plássi um borð.
FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN
Leitin að nýstárlegri straumlínulögun hjálpar einnig til við að auka akstursdrægi. Hæð bílsins, lögun þaksins, dekkin á mjóum hliðum, mótaðir stuðarar og útdraganleg hurðarhandföng eru byggingareiginleikar sem auka skilvirkni.