tengd þjónusta

óslitin tenging við bílinn þinn

MEGANE E-TECH 100% RAFMAGN

SKIPULEGGÐU ÞÍNAR FERÐIR Í RAFBÍLNUM

skipuleggðu ferðirnar í rafbílnum og fáðu sem mest út úr þeim
Leiðarvalskerfið í rafbílnum kortleggur tiltæka vegi og gerir þér kleift að stilla og reikna út leiðirnar sem þú velur út frá eldsneytisnotkun, en tekur þó tillit til þátta sem geta haft áhrif á hleðslustig (þyngdar bílsins, fjölda farþega, farms o.s.frv.).
 Renault Megane E-Tech 100% electric - My renault - locating
finndu bestu hleðsluvalkostina
Með eiginleikanum „Staðsetning og framboð hleðslustöðva“ geturðu síað út og skoðað bestu hleðslustöðvarnar á ferðaleiðinni.
 Renault Megane E-Tech 100% electric - My renault - monitoring
fylgstu með hleðslustöðu
Fylgstu með stöðu rafhlöðunnar og drægni í rauntíma. Byrjaðu að hlaða strax eða veldu ákveðinn tíma fyrir hleðsluna.
 Renault Megane E-Tech 100% electric - My renault - controlling remotely
njóttu þægilegri ferða
Skoðaðu og stilltu hitastigið í bílnum og njóttu þannig hámarks þæginda.

UMSJÓN OG EFTIRLIT MEÐ BÍLNUM

 Renault Megane E-Tech 100% electric - My renault - dashboard access
fáðu aðgang að mælaborðinu
Með snjallsímanum færðu fjaraðgang að mælaborðinu í Megane E-Tech rafbílnum og öllum eiginleikum þess.
 Renault Megane E-Tech 100% electric - My renault - GPS positioning
fylgstu með staðsetningu bílsins með GPS
Finnur þú ekki bílinn? Það er auðvelt að staðsetja hann með My Renault appinu. Í hvert skipti sem þú stöðvar bílinn birtist GPS staðsetning hans í appinu.
 Renault Megane E-Tech 100% electric - My renault - controlling remotely
virkjaðu ljósin og flautuna
Finndu bílinn út frá ljósunum eða flautunni. Þegar þú virkjar valmöguleikann byrja ljósin að blikka og það heyrist stutt hljóð frá flautunni. Ef þú vilt láta minna á þér bera er hægt að nota einungis ljósin.