Þjónusta

Þjónusta Renault

Bíla- og varahlutaábyrgð Renault veitir þér fullkomna hugarró.
Varahlutaábyrgð
Renault ábyrgist að allir varahlutir og aukahlutir sem keyptir eru hjá Renault og fylgdu með bílnum þegar hann var keyptur nýr verða lausir við ágalla hvað varðar efni eða frágang miðað við eðlilega notkun í 12 mánuði.
Varahlutir og aukahlutir sem keyptir eru sérstaklega njóta eins árs / 20.000 km ábyrgðar Renault frá og með útgáfudegi reikningsins, hvort sem verður fyrr.
Ef ósvikinn varahlutur eða aukahlutur frá Renault sem keyptur er hjá Renault reynist gallaður hvað varðar efni eða frágang miðað við eðlilega notkun á ábyrgðartímabilinu mun Renault gera við eða skipta út umræddum varahlut og/eða aukahlut, án endurgjalds (þetta gildir þó ekki um eðlilegt slit).

Bílaábyrgð

Þriggja ára / 100.000 km ábyrgð á öllum gerðum sem eru pantaðar og skrásettar frá og með 11. janúar 2010.

Gildistími ábyrgðar

Nýi bíllinn þinn er í ábyrgð samkvæmt þessari bílaábyrgð RENAULT fyrir nýja bíla. Þetta þýðir að bíllinn er í ábyrgð samkvæmt skilmálunum sem eru settir fram í ábyrgðaryfirlýsingunni hvað varðar hvers kyns galla í efnum, uppsetningu eða galla í framleiðslu í þrjú ár frá dagsetningu afhendingar eða þar til 100.000 km hafa verið eknir, hvort sem verður fyrr.

Ávinningur fyrir viðskiptavininn

Ábyrgðin nær yfir kostnað vegna viðgerðar eða skipta á gölluðum varahlutum sem nauðsynlegir eru til að gera við efnis-, samsetningar- eða framleiðslugalla sem framleiðandi hefur viðurkennt, ef aðgerðin er framkvæmd af þjónustuaðila RENAULT. Hún nær einnig yfir afleitt tjón á bílnum sem rekja má til upphaflega gallans. RENAULT getur, að eigin geðþótta og í samráði við viðkomandi þjónustuaðila RENAULT, ákveðið hvort aðstæður kalli á að gert sé við gallaða varahluti eða þeim skipt út.