KOSTIR RENAULT E-TECH FULL HYBRID

MINNA ELDSNEYTI
Með fullri hybrid tækni skiptir bíllinn þinn sjálfkrafa á milli mismunandi keyrslustillinga til að draga úr notkun eldsneytisvélarinnar og eldsneytisnotkun. Þú getur sparað allt að 40% á eldsneyti miðað við hefðbundin eldsneytisknúin ökutæki*.
EINFALDARI OG ÞÆGILEGRI
Þú færð kraftmeira viðbragð í E-Tech full hybrid en með eldsneytisknúnum bíl. Viðbótarþægindi koma frá þögninni og minni titringi í rafstillingu. E-Tech full hybrid hlaða eigin rafhlöður og þurfa ekki að vera í sambandi.
MINNI SKAÐLEGUR ÚTBLÁSTUR
Rafmótorarnir í E-Tech full hybrid gefa ekki frá sér CO₂ við notkun. Á heildina litið er útblástur full hybrid að meðaltali yfir aksturstíma, allt að 25% minni en eldsneytisknúins farartækis.

*WLTP-mælingar



Efnahagslegi ávinningurinn

Innkaupaívilnanir, minni eldsneytisnotkun, minni viðhaldskostnaður, skattalegir kostir fyrirtækja og fleira.
E-Tech full hybrid bjóða upp á daglegan sparnað.
DAGLEG NOTKUN
E-Tech full hybrid - fuel consumption - Renault
Eldsneytisnotkun
Á E-Tech full hybrid ferðu sjaldnar á bensínstöðina. Sameinuð notkun rafmótora og eldsneytisvélar hjálpar til við að draga úr eldsneytisnotkun þinni um allt að 40%* samanborið við hefðbundið eldsneytisknúið ökutæki.
E-Tech full hybrid - vehicle maintenance - Renault
Viðhald bílsins
Viðhaldstíðni fyrir hybrid er sú sama og fyrir aðra bíla. Heildarviðhald hybrid bíla er hins vegar einfaldara og ódýrara þar sem slithlutir eru færri. Mundu að rafhlaðan er tryggð í 8 ár eða upp að 160.000 km akstri.
*WLTP-mælingar

Engar snúrur, 100% akstursánægja

Renault E-tech full hybrid bílar þurfa ekki að vera í sambandi, þeir hlaða sig sjálfir þegar þú bremsar eða hægir á þeim. Sveigjanlegir, kraftmiklir og þægilegir í notkun, með öllum kostum eldsneytisvélar ásamt þögninni í 100% rafstillingu.
ENGAR SNÚRUR
E-Tech full hybrid - Renault
Engar tengingar
Ekki breyta venjum þínum. 

Þú þarft ekki að stinga ökutækinu í samband, það endurheimtir orku sjálfkrafa þegar þú bremsar eða hægir á þér í gegnum endurnýjandi hemlakerfi.      
AKSTURSÁNÆGJA
E-Tech full hybrid - simple - Renault
Einfaldir og þægilegir
Þú þarft ekki að gera neitt! rafkerfi ökutækis þíns skiptir sjálfkrafa á milli rafmagns- og eldsneytisafls. Svo þú þarft ekki að hugsa um akstursstillingu þína á meðan þú ert á ferðinni. Rafhlaðan hleður sig einnig sjálfkrafa með endurnýjunarhemlun, þegar þú hægir á þér eða bremsar.      
E-Tech full hybrid - dynamic - Renault
Kraftmiklir
Sérþekking Renault á rafmagni gerir okkur keift að bjóða upp á hybrid bíla sem eru viðbragðs- og kraftmiklir. Allir full hybrid bílarnir koma sjálfskiptir.
E-Tech full hybrid - silent - Renault
Hljóðlátir
Þegar þú notar 100% rafmagn er ökutækið þitt hljóðlaust. Full hybrid bílarnir eru hannaðir þannig að þú getur keyrt án þess að gefa frá sér hljóð í flestum þínum ferðum.
E-Tech full hybrid - Renault
Rafmagnaðir
Full hybrid bílarnir byrja alltaf í 100% rafmagnsstillingu og keyra á rafmagni allt að 80% af ferðatíma þínum innanbæjar.


Umhverfislegi ávinningurinn

E-Tech full hybrid - minni koltvísýringur - Renault
Minni koltvísýringur
Full hybrid bílarnir losa allt að 40% minna CO2 (WLTP-mælingar) en eldsneytisknúnir bílar, sem hjálpar til við að draga úr losun agna sem eru skaðlegar umhverfinu.     
E-Tech full hybrid - recycled battery - Renault
Endurvinnanleg rafhlaða
Við höfum yfir 11 ára reynslu af rafbílamarkaðinum, sem hjálpar okkur að bjóða upp á endurvinnslu rafhlaða sem gengur lengra en kröfur evrópskra reglugerða. Með aðstoð sérhæfðra fyrirtækja og samstarfsaðila eru rafhlöður okkar endurnýttar í aðrar vélar, síðan er efni þeirra endurunnið.

Algengar spurningar varðandi kosti full hybrid

Eru hybrid bílar umhverfisvænir?
Já, það er í raun einn af þeirra helstu kostum.

Auk þess að vera með bensínvél eru hybrid bílarnir með einum eða fleiri rafmótorum. Þessir rafmótorar gefa ekki frá sér C02.

Þar sem ökutækið notar oft hybrid keyrslu (rafmagn + eldsneyti) eða 100% rafmagnsstillingu er það minna mengandi en eldsneytisknúið ökutæki.  

Ef þú velur full hybrid (sem hleður þegar þú keyrir með varma- og hreyfiorku) getur eldsneytisnotkun þín verið allt að 40% lægri en samsvarandi brunaaflrás.

 Fyrir plug-in hybrid (sem hleður við akstur og á hleðslustöðvum) getur þetta hlutfall verið allt að 75%.
ERU TVINNBÍLAR HAGKVÆMARI Í REKSTRI?
Já, sérstaklega ef þú keyrir mikið!     

Hybrid bílar skipta á milli mismunandi tegunda aflrása: rafmagns, hybrid og eldsneytis. Samkvæmt skilgreiningu mun eldsneytisvélin vera minna notuð en í eldsneytisknúnum bíl, sem þýðir færri stopp á bensínstöðvum.  

Hybrid bíll er dýrari í kaupum en sambærilegur eldsneytisknúinn bíll. Hins vegar er viðhaldskostnaður hybrid bíla minni þar sem færri slithlutir eru í vélinni.  

Öfugt við almennt álit eru hybrid bílar líka auðveldari í viðhaldi en eldsneytisknúnir og jafnvel hagstæðari til lengri tíma litið þar sem eldsneytisvélin er ekki notuð eins mikið.

Kynntu þér nánar