Eyðsla E-Tech hybrid bíla

E-Tech full hybrid - consumption - Renault
E-Tech hybrid tækni, minni eyðsla
Full hybrid og plug-in hybrid aflrásir okkar hjálpa til við að draga úr eldsneytisnotkun með snjallri rafstýringu á mismunandi mótorum.
Rafmagns- og eldsneytismótorar starfa sjálfstætt eða saman, eftir þörfum, til að draga úr eldsneytisnotkun.

Samanburður

  E-Tech full hybrid
E-Tech plug-in hybrid
Minnkun eldsneytisnotkunar Allt að 40% Allt að 75%
Rafmagnsakstur innanbæjar Allt að 80%  Allt að 100%
Aksturshraði á rafmagni Allt að 130 km/klst** Allt að 135 km/klst
Drægni á rafmagni Allt að 5 mínútur Allt að 50 km*
Hleðslugeta rafhlöðu í kWh Allt að 2 kWh Allt að 10.4 kWh
Heðsla með tengi Nei
Endurheimt orku
Rafræsing
Tækni 1 rafhlaða + 2 rafmótorar + 1 eldsneytisvél + 1 sjálfskiptur gírkassi 1 rafhlaða + 2 rafmótorar + 1 eldsneytisvél + 1 sjálfskiptur gírkassi

*WLTP mælingar

** Fer eftir gerð og útgáfu


Eyðsla E-Tech hybrid bíla

Full hybrid bílar hafa verið hannaðir til að hámarka ferðir þínar og gera daglegt líf þitt auðveldara. Bensín, rafmagn, akstursdrægni... Hér eru helstu upplýsingar um E-Tech full hybrid tækni.
ELDSNEYTISSPARNAÐUR
E-Tech full hybrid - fuel savings - Renault
Eldsneytissparnaður
Helsti munurinn á hybrid vélum og eldsneytisknúnum vélum liggur í eldsneytissparnaði. Hann getur verið allt að 25% í blönduðum akstri og allt að 40% innanbæjar.*  *WLTP mælingar
EYÐLUSTJÓRNUN
E-Tech full hybrid - managing consumption - Renault
Stjórnaðu eyðslunni
Að skipta á milli mismunandi akstursstillinga (rafmagns, hybrid og eldsneytis) hjálpar full hybrid bílum að eyða minna eldsneyti en samsvarandi eldsneytisknúðar gerðir.
Eyðsla er fínstillt með því að skipta sjálfkrafa úr einni akstursstillingu í aðra og nota endurnýjandi hemlun. Orkustjórnunarkerfi bílsins stjórnar neyslunni sjálfkrafa.
AKSTUR Á RAFMAGNI
E-Tech full hybrid - electric driving - Renault
Rafmagnaður akstur
Í full hybrid bílum er talað um tíma sem varið er í rafdrifinni akstursstillingu, frekar en akstursdrægni.
Í E-Tech full hybrid bílum hleður rafhlaðan sig sjálf eftir því hversu mikið þú bremsar og hægir á þér, sem þýðir að ekki er hægt að reikna fullan aksturstíma fyrirfram. Hins vegar áætlum við að rafknúinn aksturstími geti náð allt að 80% af ferðalögum þínum í innanbæjar.
EYÐSLA E-TECH FULL HYBRID BÍLA
consumption vehicles E-Tech ful hybrid - Renault
Eyðsla E-Tech full hybrid bíla
  • Austral E-Tech full hybrid, frá 4,6 L / 100 km*
  • Clio E-Tech full hybrid, frá 4,1 L / 100 km*
  • Arkana E-Tech full hybrid, frá 4,9 L / 100 km*

*WLTP mælingar  

Eyðsla E-Tech plug-in hybrid

Plug-in hybrid bílar eru með sömu aflrásarhönnun og full hybrid: 2 rafmótorar + eldsneytisknúin vél. Í plug-in hybrid eru mótorarnir sameinaðir hleðslurafhlöðu með meiri afkastagetu sem hægt er að endurhlaða. Þessi samsetning dregur verulega úr daglegri eldsneytisnotkun þinni.
UMHVERFISÁHRIF OG EYÐSLA
E-Tech full hybrid - écologie et consommation - Renault
Umhverfisáhrif og eyðsla
Hybrid bíll getur dregið úr koltvísýringslosun um allt að 75% (WLTP mælingar) og allt að 100% ef ekið er í 100% rafmagnsstillingu. Ef þú tengir ekki bílinn þinn mun hann virka eins og full hybrid, en með meiri eyðslu vegna þyngdar rafhlöðunnar.     

      
RAFMAGNSDRÆGNI
E-Tech full hybrid - autonomie électrique - Renault
Drægni á rafmagni
Renault plug-in hybrid hafa allt að 50 km akstursdrægni*. Á rafknúnum bílum fer drægnin eftir nokkrum þáttum eins og aksturslagi þínu eða tegund vegarins. Drægnin er venjulega á milli 25 og 40 km.

*WLTP mælingar
HLEÐSLA
E-Tech full hybrid - recharge - Renault
Hleðsla
Plug-in hybrid bílar hlaða að mestu þegar þú keyrir (með endurnýjunarhemlun) eða á hleðslustöð.  
Þegar rafhlaðan er tæmd virka þeir eins og full hybrid bílar, með sjálfvirkri hleðslu sem hjálpar þér að endurheimta allt að 10% af hleðslugetu rafhlöðunnar.  
EYÐSLA E-TECH PLUG-IN HYBRID BÍLA
E-Tech full hybrid - consommation - Renault
Eyðsla Renault E-Tech plug-in hybrid bíla
Plug-in hybrid bílar spara meiri eldsneyti en full hybrid.
  •  Megane E-Tech plug-in hybrid: frá 1,2 L / 100 km*

  •  Captur E-Tech plug-in hybrid: frá 1,4 L / 100 km*      
 
*WLTP mælingar

Tæknilausnir í rafmagnsakstri

E-Tech full hybrid - e-nav - Renault
E-Nav og Predictive Hybrid Driving tæknin
E-Tech tækni tengist "Hybrid Predictive Driving" aðgerðinni til að hjálpa til við að hámarka hleðslu rafhlöðunnar í samræmi við áfangastað þinn.
Út frá staðsetningu þinni, ákvarðar bíllinn nákvæmlega hvenær hann fer í gegnum þéttbýli eða lendir í ákveðnu landslagi og veit hvenær hann á að nota eldsneyti, hybrid eða 100% rafmagn. Þetta bætir eldsneytisnotkun þína og akstursdrægni, sem og afköst ökutækis þíns.

*depending on the vehicle.
E-Tech full hybrid - mode e-save - Renault
E-Save stillingin
Með E-Save stillingu velurðu að halda að minnsta kosti 40% af rafdrifinni drægni bílsins til að nota á ákjósanlegum tíma.
E-Tech full hybrid - preheating - Renault
Forhitun
Hvað rafknúið ökutæki varðar, þá geturðu forhitað farþegarýmið á veturna og ræst loftkælinguna á sumrin með My Renault appinu á meðan þú hleður bílinn þinn. Byrjaðu daginn í heitum bíl með hámarks akstursdrægni.

Algengar spurningar varðandi eyðslu hybrid bíla

Hvað gerir rafhlaðan?
Rafhlaðan er notuð til að geyma þá orku sem þarf til að stjórna hybrid bíl þegar ekið er í hybrid- og 100% rafmagnsstillingum.
Hvernig hleður þú rafhlöðuna?
Hleðsla fer fram á 3 mismunandi vegu: 
  • Með því að endurheimta orku þegar þú hægir á þér og við hemlun. Þetta er þekkt sem endurnýjandi hemlun (hreyfiorku er umbreytt í raforku). 
  • Með því að hagræða eldsneytisvélinni til að framleiða rafmagn í hybrid stillingu. 
  • Með því að tengja ökutækið við rafhleðslustöð (en þessi valkostur á aðeins við um plug-in hybrid).      
      Eru rafhlöður einnig endurunnar?
      Eins og á við um rafbíla endurvinnur Renault rafhlöðurnar sem notaðar eru í hybrid bílum í gegnum samstarf við sérhæfða iðnaðaraðila.

        Kynntu þér nánar