Byltingarkennt CMF-EV byggingarlagið er rúmar netta 60 kWh rafhlöðu og lítinn 160 kW rafmótor. Fínstillt þyngdardreifing, lengra hjólhaf og lægri þyngdarmiðja gera bílinn viðbragðsfljótari og skila meira plássi um borð.
NÝ AKSTURSUPPLIFUN
Megane E-Tech rafbíll sameinar skemmtilegan akstur lítilla sedan-bíla og kraft sportbíla. Að framan er 220 ha. rafmótor sem skilar 300 Nm togi um leið og 20" felgur veita akstrinum nýja vídd.
TÆKNILEG NÝSKÖPUN
Þú hefur fulla stjórn á akstrinum og yfirsýn yfir umhverfið með innbyggðri myndavél í baksýnisspegli um leið 26 mismunandi akstursaðstoðarkerfi tryggja öryggi þitt. Fáðu uppáhaldsforritin þín á borð við Google hjálpara, Google kort og fleira á Google Play beint í bílinn með OpenR-tengingu og innbyggðu Google.
GOOGLE ASSISTANT
Talaðu við Google og notaðu raddskipanir til að þú getir einbeitt þér að akstrinum. Sendu skilaboð, stjórnaðu efni, fáðu leiðsögn og fleira með einföldum hætti. Þú getur líka notað röddina til að stjórna ákveðnum eiginleikum bílsins á borð við hita- og loftstýringu og akstursstillingum. Segðu „Ok Google“ eða haltu raddstýringarhnappinum á stýrinu inni til að hefjast handa
TAKTU FORRITIN MEÐ Í BÍLINN
Með Google Play getur þú á einfaldan máta hlaðið uppáhaldsforritunum þínum niður í bílinn á sama hátt og þú gerir í símann. Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína, hlaðvörpin, hljóðbækur og fleira með þægilegum hætti í bílnum.
ALUMLYKJANDI EFNI
Stafrænt efni er áberandi í innanrýminu með tveimur 12" skjám sem saman þekja 774 cm2 svæði. Þetta býður upp á alumlykjandi upplifun með openR-tengingu og margmiðlunarkerfi með innbyggðum eiginleikum frá Google, auk nýrrar kynslóðar af openR-mælaborði með sérstilltum litum.
ÓTAKMARKAÐAR SÉRSTILLINGAR
OpenR-tenging með innbyggðum Google-eiginleikum vistar stemnings- og akstursstillingar. Snjalleiginleikar bílsins laga sig að þínum óskum.
NÝSTÁRLEG TÆKNI
Nýja openR-mælaborðið er mjög notendavænt. Strjúktu yfir flötinn, talaðu við hann eða notaðu flýtileiðastikuna – openR-tengingin með innbyggðu Google bregst við þessu öllu. Eins og framlenging af þér.
BYLTINGARKENND HÖNNUN
Bíllinn er einstakur í útliti, með framhluta sem minnir á jeppa en yfirbyggingu netts fólksbíls. Frumleg hönnunin státar af einkennandi LED-aðalljósum, sanseraðri upphleyptri umgjörð að aftan, 20" felgum, gylltum krómlistum og svörtu þaki
ÞÆGILEGUR OG RÚMGÓÐUR
Sérhannað byggingarlag Megane E-Tech rafbílsins er með alveg flötu gólfi. Aukið pláss fæst með breiðri lögun og nýju openR-mælaborði: 209 mm fótarými að aftan, 33 l geymslurými að framan.
HARMAN KARDON-HLJÓÐHÖNNUN
Fyrsta flokks hljómgæði úr nýju Harman Kardon-hljóðkerfi, svæðaskipting hljóðs og fjöldi stemningsstillinga (náttúruleg, lifandi flutningur, klúbbur eða stofa) virkja öll skilningarvitin og gera ferðina ógleymanlega.
EININGASKIPT HÖNNUN OG GEYMSLA
Þráðlaus hleðsla fyrir snjallsíma að framan, USB-C tengi að aftan, geymsluhólf í miðjunni, 33 l af geymslurými í miðrými og til hliðar og 440 l í farangursgeymslu. Megane E-Tech rafbíll býður upp á einstaka akstursupplifun.