Kangoo

Sparneytinn, fjölhæfur og endingargóður
Renault KANGOO
Verð frá: 3.590.000 kr.


Renault KANGOO
Kynntu þér hönnunina
Viltu fallegan vinnubíl? Kynntu þér frábæra eiginleika Renault KANGOO Express! Hann hefur getið sér gott orð sem vinnubíll, enda hefur hann allt til brunns að bera sem slíkur.
Renault KANGOO
Einfaldaðu daglegt líf
Renault KANGOO Express kemur í ýmsum útfærslum með fjölda hagnýtra eiginleika. Vinnuferðirnar hafa aldrei verið þægilegri!
Renault KANGOO
Upplifðu aflið
Vél Renault KANGOO Express er í senn sparneytin og öflug. Kynntu þér málið.

Útfærsla

Kynntu þér Renault KANGOO

Renault KANGOO býður upp á einstaklega fjölbreytt úrval sem hentar alls kyns atvinnurekstri; hægt er að velja um tveggja, þriggja eða fimm sæta bíla, þrjár mismunandi lengdir eða velja Z.E.-útfærsluna sem er 100% rafbíll.
Renault KANGOO
Kangoo Express
Kangoo Express er styttri útgáfan af Kangoo en hann er 4282 mm að lengd
Renault KANGOO
Kangoo MAXI
Kangoo MAXI er lengri útgáfan af Kangoo en hann er 4666 mm að lengd
Renault KANGOO
Kangoo EV
Kangoo EV er 100% rafbíla útgáfan af Kangoo en hann er fáanlegur í Express og MAXI

Þrjú framsæti

Þrjú framsæti eru í boði fyrir allar útfærslur og allar lengdirnar. Með Renault KANGOO er hægt að flytja tvo farþega án þess að skerða tiltækt geymslupláss bílsins.

Þægindi og einingaskipting

Við höfum einnig hugað að vellíðan farþega í afturrými. Í aftursæti Renault KANGOO Express Maxi eru pláss fyrir þrjá farþega sem njóta sömu þæginda og í fólksbíl. Sætin skiptast 1/3 – 2/3 og bjóða þannig upp á möguleikann á að leggja þau niður til að lengja hleðslurýmið enn meira.

Hleðslurými

Þegar öll farþegasætin eru lögð niður er skilrúmið í Renault KANGOO Express Maxi beint fyrir aftan ökumanninn. Þannig verður hleðslurýmið 3,6 m3! Til þess að nýta það skattahagkvæmi sem fylgir kaupum á atvinnubifreið, með endurgreiðslu virðisaukaskatts, nægir að velja tegund með stækkuðu farþegarými.


Hönnun ytra byrðis