Búnaður Renault TRAFIC

Kynntu þér búnaðinn í Trafic.

Litaval


Þægindi

Skrifstofa á hjólum

Stillanleg akstursstaða, þægileg og úthugsuð sæti, pláss fyrir vinnubúnað og fjöldi geymsluhólfa. Við höfum hugsað fyrir öllu til að tryggja vellíðan þína í daglegu amstri.
Fartölvudokka

Fartölvudokka
Kom upp aðkallandi verkefni? Ef þörf er á getur þú stöðvað bílinn og unnið í fartölvunni þinni. Hægt er að nota þægilegt hólf á baki miðjusætisins.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
90 l í geymsluhólfum

90 l samanlagt í geymsluhólfum í innanrými
Rétta geymslulausnin finnst alltaf í Renault TRAFIC en hann er með 14 geymsluhólf í farþegarými, þar af eitt 54 l þar sem hægt er að geyma stóra hluti. Þannig má haga skipulaginu með sem bestum hætti og hafa allt innan seilingar.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
Hita- og loftstýring

Hita- og loftstýring
Veldu þitt kjörhitastig. Hitastigið verður alltaf eins og best er á kosið með handvirkri eða stýrðri hita- og loftstýringu.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
Hraðatakmörkun/hraðastillir

Hraðatakmörkun/hraðastillir
Njóttu akstursins betur með hraðatakmörkun/hraðastilli. Þú getur valið fastan hámarkshraða með hraðatakmörkun eða fastan aksturshraða með hraðastillinum. Ekki þarf lengur að fylgjast með hraðamælinum og hægt er að virkja eða slökkva á kerfinu og breyta völdum hraða með stjórnrofum á stýrinu.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.

Hvað er verðmætara en þú og farmurinn?

Engar áhyggjur við aksturinn


Öryggi farþega

Öryggi farþega
Bíllinn veitir framúrskarandi árekstraröryggi með styrktri yfirbyggingu, CRS-loftpúðum að framan, loftpúðatjöldum til hliða og fyrir efri hluta líkama, öryggisbeltum með forstrekkjara og álagsvörn.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
Aftengjanlegur loftpúði fyrir farþega

Loftpúði fyrir farþega sem hægt er að gera óvirkan
Þarftu að fara með barnið í daggæslu? Hægt er að gera loftpúðann farþegamegin óvirkan til að hægt sé að koma barnabílstól fyrir á öruggan hátt.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
Festihringir

Festihringir
Til að nýta rýmið sem best og tryggja öryggi farmsins er hægt að koma allt að 18 festihringjum fyrir í TRAFIC.

Fer eftir vali á útfærslu.
Hleðslulúga fyrir langa hluti

Hleðslulúga fyrir langa hluti
Tvær lúgur á skilrúmi og undir farþegasætum gera þér kleift að lengja hleðslurýmið um 1,21 m. Þannig getur TRAFIC flutt farm sem er allt að 4,15 m langur og varið hann fyrir þjófnaði og veðraham.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
Festikrókur á afturhurð

Festikrókur á afturhurð
Ef það reynist engu að síður nauðsynlegt að keyra með hægri afturhurðina opna tryggir festikrókur á vinstri afturhurð öryggi annars farms.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.

Öryggisbúnaður

Engar áhyggjur við aksturinn

 
Tvískiptur hliðarspegill

Tvískiptur hliðarspegill
Auðveldar þér að stýra bílnum. Hliðarspeglarnir gera þér kleift að sjá götuna þegar lagt er í stæði. Ekki þarf lengur að óttast að skemma dekkið með að reka það í gangstéttina.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
„Wide View“-spegill

„Wide View“-spegill
Þessi hugvitssamlegi spegill sem er innbyggður í sólskyggnið eykur öryggiskenndina með því að auka sjónsviðið til hægri og greina ökutæki á blindsvæðinu við hlið og afturhluta bílsins.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
Bakkmyndavél

Bakkmyndavélin
Auðveldaðu þér að stýra bílnum. Bakkmyndavélin birta mynd á baksýnisspeglinum eða á Media Nav Evolution-skjánum.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.

Öflug þokuljós

Tvöföld ljós (þokuljós og beygjuljós)
Vertu sýnilegri í þoku, snjókomu eða rigningu. Ljósin veita einnig aukna lýsingu í beygjum eða þegar bílnum er stýrt á litlum hraða.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.
Rafrænt stöðugleikakerfi

Rafrænt stöðugleikakerfi
Hafðu stjórn á Renault TRAFIC við allar aðstæður. Ný kynslóð ESP-kerfis greinir hleðslustöðu til að auka skilvirkni stöðugleikastýringar.

Fer eftir vali á útfærslu eða aukabúnaði.

Hugvitsamlegar lausnir

Aukahlutir

Þér stendur til boða óviðjafnanlegt úrval búnaðar til að gera TRAFIC-bílinn þinn notadrjúgan, þægilegan, notendavænan og sérsniðinn að þinni daglegu starfsemi.